Home Fréttir Í fréttum Opið fyrir umsóknir í úthlutun lóða í Skarðshlíð 3. áfanga

Opið fyrir umsóknir í úthlutun lóða í Skarðshlíð 3. áfanga

372
0
Ljósmynd: ONNO ehf

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í fyrstu úthlutun íbúðahúsalóða í Skarðshlíð 3. áfanga. Umsóknarfrestur í fyrstu úthlutun lóðanna er 22. apríl 2019.

<>

Samhliða kynnum við nýja upplýsingasíðu fyrir Skarðshlíðina – nýtt og fjölskylduvænt íbúðahverfi í Hafnarfirði. Sannkölluð náttúruperla á frábærum stað!

Ný upplýsingasíða um SKARÐSHLÍÐ er nú komin í loftið – skardshlidin.is

Sannkölluð náttúruperla á frábærum stað
Skarðshlíðin er nýtt og fjölskylduvænt íbúðahverfi í Hafnarfirði sem liggur á flata og í brekku sunnan og vestan í Ásfjalli.

Við hönnun og skipulag hverfisins hefur áhersla verið lögð á heildræna sýn, heildrænar götumyndir, vistvænt skipulag, sjálfbærni, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði.

Stutt er í alla þjónustu, möguleikar á að starfa í heimabyggð miklir og mikil nálægð við uppland Hafnarfjarðar og fallegar náttúruperlur.

Blönduð byggð íbúðahúsa
Í Skarðshlíðarhverfi rís blönduð byggð einbýlishúsa, parhúsa, raðhúsa og lágreistra fjölbýlishúsa. Lóðir fyrir fjöleignarhús standa á flata nálægt skólanum en byggðin greinist svo upp Skarðshlíðarbrekkuna með raðhúsum og parhúsum neðst og einbýlishúsum ofar þar sem landhalli er meiri.

Hverfið er til þess fallið að taka á móti öllum, hvort sem um er að ræða pör, litlar eða stórar fjölskyldur eða eldri einstaklinga sem vilja minnka við sig en samt komast í nýtt húsnæði.

Hverfisskólinn, Skarðshlíðarskóli , hefur þegar tekið til starfa og mun leikskóli taka til starfa haustið 2019. Uppbygging hverfis skiptist í þrjá áfanga:

Áfangi 1: Lóðir fyrir 26 fjöleignarhús með 231 íbúðum sem standa á flata. Allar lóðir seldar
Áfangi 2: Lóðir fyrir einbýlishús, tvíbýlishús, parhús og raðhús sem telja 165 íbúðir í heild.
Áfangi 3: Lóðir fyrir einbýlishús, tvíbýlishús, parhús og raðhús sem telja 120 íbúðir í heild.

Góðar samgöngur
Samgöngur milli hverfa eru nokkuð greiðar og sífellt að verða greiðari. Ný mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg eru komin í notkun og tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar í sjónmáli.

Ásvallabraut mun svo greiða enn frekar fyrir umferð til og frá hverfinu eins og sjá má á mynd. Við hönnun og skipulag hverfisins er áhersla lögð á heildrænar götumyndir og vistvænt skipulag og eru gönguleiðir í skóla og íþróttaaðstöðu öruggar og góðar.

Lega Hamraneslínu í gegnum hverfið hefur staðið uppbyggingu fyrir þrifum. Nú er færsla línunnar í sjónmáli og er gert ráð fyrir að framkvæmdum verði að fullu lokið í byrjun nóvember 2019.

Ítarlegar upplýsingar s.s. deiliskipulagsuppdrátt, greinargerð og skipulagsskilmála, almenna úthlutunarskilmála, hæða- og mæliblöð er að finna HÉR

Heimild: Hafnarfjörður.is