Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hafnaði beiðni byggingarverktaka um lóðir undir 100 lítil einbýlishús í sveitarfélaginu.
Ástæða þess að beiðni umsækjandans, Húseiningar ehf., sem sérhæfir sig í framleiðslu á einingarhúsum úr timbri, um lóðinar var hafnað er sú að svæðið sem fyrirtækið óskaði eftir sé í deiliskipulagsbreytingaferli og því ekki laust til umsóknar.
Heimild: Sudurnes.net