Fjarlægð milli húsa við Pósthússtræti 3 og 5 verður aukin til jafns við fjarlægðir milli húsa nr. 5, 7 og 9.
Þetta er meðal breytinga sem framkvæmdaaðili hefur lagt til til að koma til móts við andmæli nágranna. Málið er nú til meðferðar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar.
Húsið að Pósthússtræti 5 minnkar um 60m2. Á stiga við lóðamörk verða opin rimlahandrið en ekki steypt.
Bílastæðakrafa verður aukin í tvö stæði á lóð í samræmi við gildandi deiliskipulag með því að bílastæðakjallari stækkar. Reykjanesbær lætur vinna tillögur að mótvægisaðgerðum vegna vindstrengja á lóð.
Mannvit ehf. lagði fram erindi um skipulagsbreytingu sem kemur fram á uppdrætti dagsettum 2. júlí 2018 sem tekið var fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á fundi nr. 212 þann 12. júlí 2018.
Erindið fór í grenndarkynningu og mótmæli bárust, sem var svarað og erindið samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs nr. 218, 26. október 2018.
Fundur var haldinn þann 22. október 2018 með íbúum Pósthússtrætis 1 og 3.
Bæjarstjórn á fundi 553 dags. 06.11.2018 vísaði málinu í bæjarráð sem á 1202 fundi dags. 17.01.2019 vísaði því aftur til umhverfis- og skipulagsráðs eftir að framkvæmdaaðili lagði fram nokkrar breytingar til þess að komast til móts við andmæli nágranna.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsráðs er að erindinu er frestað og óskað er eftir nánari gögnum.
Heimild: Vf.is