Home Fréttir Í fréttum Dýrustu nýbyggingarnar á Suðurnesjum afhentar í ár

Dýrustu nýbyggingarnar á Suðurnesjum afhentar í ár

359
0
Mynd: BYGG /Sudurnes.net

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG) mun afhenda fyrstu íbúðirnar í nýju Hlíðarhverfi í Reykjanesbæ í ár.

<>

Sé miðað við upplýsingar á fasteignavef Vísis er um að ræða dýrustu nýbyggingar á Suðurnesjum, en verð á íbúðum í fjölbýli er frá um 50 milljónum króna og verð á einbýlishúsum er á bilinu 80-90 milljónir króna.

Hlíðarhverfi er suðvestan við núverandi byggð í Reykjanesbæ, en þar er gert ráð fyrir byggingu 485 íbúða ásamt atvinnuhúsnæði.

Mynd: BYGG /Sudurnes.net

Sé miðað við heimasíðu þar sem íbúðir á svæðinu eru auglýstar til sölu má gera ráð fyrir að BYGG stefni á að hafa um 50 íbúðir klárar til afhendingar í ár.

BYGG keypti félagið Miðland ehf., sem hélt utan um Hlíðarhverfi, á 651 milljón króna af Dótturfyrirtæki Landsbankans árið 2017.

Sé miðað við uppgefin verð á sölusíðunni er söluverðmæti þessara fyrstu íbúða/húsa sem verða til afhendingar vel á þriðja milljarð króna.

Greint var frá því um mitt ár 2017 að hagnaður verktakafyrirtækisins hafi aukist gríðarlega, eða um 794% á fjórum árum, úr 115 milljónum króna í rúman einn milljarð.

Mynd: BYGG /Sudurnes.net

Þá var BYGG áberandi á verktakamarkaði fyrir hrun og hefur á undanförnum árum byggt yfir 2.400 íbúðir á almennum markaði. Fyrirtækið hefur einnig byggt fyrir Félag eldri borgara og Húsnæðisnefndir í Reykjavík og Kópavogi.

Eigendur fyrirtækisins, þeir Gunnar Þorláksson byggingarmeistari, og Gylfi Héðinsson múrarameistari, voru töluvert í fréttum á árunum eftir hrun, en samkvæmt þeim fréttum hafa um það bil hundrað milljarðar króna verið afskrifaðir af skuldum fyrirtækjanets þeirra.

Heimild: Sudurnes.net