Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdum við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu miðar vel

Framkvæmdum við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu miðar vel

303
0
Mynd: Sorpa

Framkvæmdir við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar er nú hafnar af fullum krafti. Endanlegt byggingaleyfi var gefið út af Reykjavíkurborg þann 9. október síðastliðinn og var hafist handa við framkvæmdir samdægurs.

<>

Um framkvæmdirnar sér Ístak hf. sem var lægstbjóðandi í verkið en framkvæmdaeftirlit er í höndum verkfræðistofunnar Verkís sem átti lægsta boð í þann verkþátt.

Áætlaður verktími er um 15 til 18 mánuðir og má því gera ráð fyrir að vinnsla hefjist í stöðinni á vormánuðum 2020.

Vinnslutækni er byggð á einkaleyfi frá Aikan Solum AS í Danmörku en stöðin er teiknuð af Batteríið Arkitektar og er verkfræðistofan Mannvit tæknilegur ráðgjafi.

Stærð hússins er 12.800 m2 og mun stöðin anna allt að 35.000 tonnum af lífrænum heimilisúrgangi.

Markmiðið að nýta sem best allan lífrænan úrgang sem til fellur á heimilum á höfuðborgarsvæðinu, s.s. matarleifar, gæludýraúrgang o.fl.

Ekki aðeins nýtast næringarefnin sem felast í lífrænum heimilisúrgangi, heldur einnig orkan sem verður til við niðurbrot úrgangsins.

Ársframleiðsla stöðvarinnar verður annars vegar um 3 milljónir Nm3 af metangasi, sem hægt er að nýta sem eldsneyti á ökutæki, og hins vegar 10-12.000 tonn af jarðvegsbæti, sem hentar vel til landgræðslu.

Þegar gas- og jarðgerðarstöðin verður komin í gagnið munu yfir 95% heimilisúrgangs á höfuðborgarsvæðinu fara til endurnýtingar. Áætlaður kostnaður við verkefnið er um 4,48 milljarðar.

Heimild: Sorpa.is