Tilboð voru opnu 25. september í endurbyggingu á 4,8 km kafla á Borgarfjarðarvegi (94 07-08) frá Ytri Hvannagilsá í Njarðvík og um Njarðvíkurskriður að Landsenda á Borgarfirði eystra.
Helstu magntölur eru:
- Ónothæfu efni jafnað á losunarstað 20.000 m³
- Bergskeringar 2.500 m³
- Fyllingar og fláfleygar úr skeringum 84.000 m³
- Ræsalögn 356 m
- Styrktarlag 20.100 m³
- Burðarlag 5.700 m³
- Tvöföld klæðing 34.000 m²
- Grjótkassar (Gabíonar) 70 stk.
- Uppsetning á vegriði 1.750 m
- Frágangur fláa 115.000 m
- Jarðstrengir 2.700 m
Vinnu við skeringar og fyllingar í Njarðvíkurskriðum á milli stöðva 15900 – 16600 skal lokið fyrir 15. desember 2018. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. september 2019.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Þ.S. verktakar ehf., Egilsstaðir | 285.529.409 | 140,9 | 36.641 |
Héraðsverk ehf., Egilsstaðir | 248.888.880 | 122,9 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 202.588.000 | 100,0 | -46.301 |