Fyrir nokkrum vikum hófust framkvæmdir við Ráðhús Vestmannaeyja. Þær framkvæmdir voru hins vegar stöðvaðar. Eyjar.net ræddi við Ólaf Snorrason, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar um málið.
„Við höfum sent erindi á Minjastofnun vegna framkvæmdanna og höfum ekki fengið svar. Húsið er friðað að ytra byrði og því þurfa allar framkvæmdir utanhúss að fá samþykki. Hönnun er að mestu lokið og unnið er í útboðsgögnum vegna verksins.”
Sjá einnig: Leggja til að Ráðhúsið verði nýtt sem viðhafnarsalur og fágætissafn
Aðspurður segir Ólafur að þegar skemmdir hafi verið metnar á húsinu var gróflega áætlað að um 200 milljónir kostaði að lagfæra húsið.
„Síðan þá hefur skv. ákvörðun bæjarráðs verið ákveðið að breyta um notkun á húsinu og þarf því að hanna það fyrir þá starfsemi sem þar er fyrirhuguð. Þeirri hönnun er ekki alveg lokið og því ekki búið að kostnaðarmeta verkið.”
Uppfært :
Ólafur Snorrason vill koma á framfæri að framkvæmdir hófust aldrei heldur var verktaki fenginn til að rífa af veggjum og taka sýni. Hann misskildi eitthvað hlutverkið og gerði meira en taka sýni en var stoppaður af.
Heimild: Eyjar.net